Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í sumarafleysingu við íþróttamiðstöðina á Dalvík.
Helstu störf eru baðvarsla, gæsla við laug, þrif og afgreiðsla. Gildi sviðsins eru virðing, metnaður og jákvæðni.
Hæfniskröfur
• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
• Viðkomandi þarf að vera orðinn tuttugu ára.
• Þarf að geta staðist hæfnispróf sundstaða
• Góð færni í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
• Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl nk.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á minni Dalvíkurbyggð, http://min.dalvikurbyggd.is
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is ), íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar