Íþróttamiðstöðin óskar eftir því að ráða konu í afleysingar hið fyrsta. Bæði vantar afleysingar í nokkra daga í senn en aðallega vantar konu til starfa sem fyrst til loka ágústmánaðar. Viðkomandi kemur til með að leysa stöðu baðvarðar í klefum kvenna en að auki þarf að sinna störfum við afgreiðslu og móttöku gesta, gæslu við laug og útisvæði, þrif og að veita ferðamönnum upplýsingar. Starfið er vaktavinna. Starfsmaður þarf að vera tilbúinn að taka hæfnispróf sundstaða og sitja skyndihjálparnámskeið. Laun eru greidd skv. kjarasamningi við launanefnd sveitarfélaga. Frekari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á netfanginu bjarni@dalvikurbyggd.is.
Íþróttamiðstöðin er reyklaus vinnustaður.
Íþróttamiðstöðin, íþrótta- og æskulýðsfulltrúinn í Dalvíkurbyggð