Ársþing UMSE var haldið að Valsárskóla á Svalbarðsströnd laugardaginn 16.mars sl. . Að þingi loknu fóru fram verðlaunaafhendingar þar sem íþróttamenn úr Dalvíkurbyggð stóðu framarlega og ber það þess merki hversu fjölbreytt og öflugt íþróttastarf er í sveitarfélaginu. Íþróttamaður UMSE 2012 var Agnar Snorri Stefánsson, Hestamannafélaginu Hring, Jakob Helgi Bjarnason Skíðafélagi Dalvíkur varð annar og Bessi Víðison Umf. Svarfdælum þriðji. Hestamannafélagið Hringur hlaut Félagsmálabikar UMSE.
Á meðfylgjandi mynd tekur Dagbjört Ásgeirsdóttir, ritari stjórnar Hrings við Félagsmálabikar UMSE, en það er formaður UMSE Óskar Vilhjálmsson sem veitir henni bikarinn.