Íþrótta- og æskulýðsráð veitir árlega viðurkenningu íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar getur sá orðið sem stundar íþróttir með félagi sem starfar í Dalvíkurbyggð, eða hefur lögheimili í Dalvíkurbyggð en stundar íþrótt sína utan Dalvíkurbyggðar. Viðkomandi þarf að hafa náð 15 ára aldri á því ári sem tilnefnt er fyrir.
Tilnefningum skal skila til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á netfangið gislirunar@dalvikurbyggd.is eigi síðar en 31. desember.
Kjörinu er svo lýst 14. janúar. Athöfnin mun taka mið af þeim sóttvarnarreglum sem verða í gildi 14. janúar og verður því líklega með breyttu sniði að þessu sinni.