Júlíana Björk Gunnarsdóttir sló 7 ára gamalt Íslandsmet 12 ára og yngri í stangarstökki og bætti það um 11 cm á stangarstökksmóti UMSE sem haldið var í Boganum 10.desember síðastliðinn. Júlíana hefur nú æft stangarstökk í tæpt ár og hefur bætt sig mikið í þessari skemmtilegu grein undanfarna mánuði. Hún æfir stangarstökk tvisvar í viku ásamt 3 unglingum úr UMSE.
Júlíana tvíbætti metið á mótinu, fyrst stökk hún 2,24m í annarri tilraun, síðan bætti hún það aftur þegar hún stökk 2,34m í fyrstu tilraun. Júlíana felldi síðan 2,44m þrívegis en naumlega þó.
Næstu mót í stangarstökkki verða á Sauðárkróki um næstu helgi og í Boganum á milli jóla og nýárs, en þar hefur Júlíana tækifæri á að bæta metið enn frekar.