Íslandsmeistaramót EFSA Ísland verður haldið dagana 15. og 16. maí nk. frá Dalvík. Mótið verður „prufumót“ fyrir Evrópumótið 2010 þar sem keppt verður eftir sömu reglum og með sama fyrirkomulagi eins og á Evrópumótinu. Tilgangurinn er að reynslukeyra skipulagsatriði Evrópumótsins 2010. Á mótinu verða erlendir fulltrúar og m.a frá Skotlandi. Í mótinu verður lögð áhersla á að veiða þorsk, ýsu og ufsa auk annarra tegunda fiska en veitt verða verðlaun fyrir stærsta fisk hverrar tegundar og stigahæstu einstaklinga karla og kvenna í 1. 2. og 3. sæti. Skipstjórar á þremur stigahæstu bátunum fá einnig verðlaun.
* Evrópumótið haldið á Dalvík 2010 – Veiðiveisla í heila viku
* Mótið í ár prufumót fyrir Evrópumótið 2010
* Skotarnir mættir í blíðuna fyrir norðan
* 1974 – Gullfoss fljótandi hótel fyrir gesti og keppendur
Evrópumótið hefur verið haldið þrisvar sinnum á Íslandi, fyrst 1968 í Vestmannaeyjum og þá var Gullfos leigður sem hótel og aðstaða. Mótið var haldið frá Dalvík 1974 og þá varð Akureyringurinn Matthías Einarsson Evrópumeistari. Það eru þrjú ár síðan að ákveðið var að halda Evrópumót á Íslandi, eitt ár síðan að ákveðið var að halda það á Dalvík, núna er prufumótið að skella á og Evrópumótið með um 200 keppendum og nokkur hundruð gestum og áhangendum verður haldið í maí á næsta ári.
Fimmtudagur 14. maí
kl. 20:00 Mótssetning í veitingahúsinu „Við höfnina” Dalvík.
Mótsgögn afhent og farið verður yfir reglur og framkvæmd mótsins
Föstudagur 15. maí
kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju
kl. 07:00 Lagt úr höfn
kl. 08:00 Veiðar hefjast
kl. 14:00 Veiðum hætt
kl. 16:00 Bátar komnir að bryggju
kl. 18:00 Úrslit kynnt á stigatöflu
Laugardagur 16. maí
kl. 06:15 – 18:00 Sama og föstudag
kl. 20:00 Verðlaunaafhending á veitingahúsinu „Við höfnina“
kl. 21:00 Lokahóf
Mótsstjórn: Skarphéðinn Ásbjörnsson, Þórir Sveinsson og Arnþór Sigurðsson.
Bryggjustjórar: Þorsteinn M. Aðalsteinsson, Úlfar Eysteinsson 8962247
Allar nánari upplýsingar
Skarphéðinn Ásbjörnsson formaður EFSA og mótsstjóri - Gsm : 8926662