Fyrsta skóflustungan tekin í fyrra af Valdísi Guðbrandsdóttur, formanni stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.
Þann 10. apríl 2019 var fyrsta skóflustungan tekin á Dalvík að leiguíbúðum fyrir ungmenni með sérúrræði við Lokastíg 3 á Dalvík. Um er að ræða annars vegar 5 íbúða raðhús með sjálfstæðri búsetu og hins vegar 2 íbúða hús með þjónusturými ætlað einnig fyrir skammtímavistun félagsmálasviðs.
Veðrið í dag minnir svo sannarlega á að vorið er rétt handan við hornið með allt það dásamlega sem það hefur í för með sér en dagurinn hefur verið einstaklega sólríkur og fallegur. Frábær dagur til að afhenda nýjum íbúum í Lokastíg lykla að íbúðunum. Stórt skref fyrir þessi ungmenni að vera komin með búsetuúrræði í sinni heimabyggð.
Enn er eftir minniháttar frágangur utanhúss og því verða íbúðirnar formlega vígðar í vor.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndar af nýjum íbúum við íbúðirnar sínar en í heildina voru afhentir 7 lyklar í dag.
Pétur Geir Gíslason ásamt foreldrum sínum þeim Margréti L. Laxdal og Gísla Bjarnasyni
Haraldur og Þóra voru hæst ánægð með lyklana
...og fluttu strax inn fyrsta húsgagnið!
Guðrún Jóhanna var líka afar hrifin af nýju híbýlunum