Ert þú af árgangi ´52 eða eldri? Ef svo er lestu þá þessa auglýsingu!
Í skoðun er að byggja á Dalvík íbúðir fyrir eldri borgara.
Miðað er við að byggðar verði tveggja og þriggja herbergja íbúðir í fjölbýli, miðsvæðis á Dalvík í nálægð við Dalbæ. Þá er litið til þess að fólk geti fengið þjónustu frá Dalbæ í þeim mæli sem það vill og þarf eftir því sem aldurinn færist yfir, eða ef heilsan bilar.
Gert er ráð fyrir búseturétti með kaupleigu, þ.e. íbúar eigi t.d. 20% í íbúðinni en leigi 80%.
Ef nægur áhugi virðist fyrir hendi gætu slíkar íbúðir verið komnar í lok árs 2014.
Nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri og Eyrún Rafnsdóttir, félagsmálastjóri í síma 460 490, eða sij@dalvik.is og eyrun@dalvik.is