Íbúafundur vegna áforma fyrirtækisins TS shipping um niðurrifs- og endurvinnslustöð skipa á Hauganesi

Íbúafundur vegna áforma fyrirtækisins TS shipping um niðurrifs- og endurvinnslustöð skipa á Hauganes…

Síðastliðinn miðvikudag, 18. mars, var haldinn íbúafundur í félagsheimilnu Árskógi á Árskógsströnd vegna áforma sænska fyrirtækisins TS shipping um niðurrifs- og endurvinnslustöð skipa á Hauganesi.

Á fundinn mættu fulltrúar fyrirtækisins TS Shipping og kynntu áform sín og verkefnið. Einnig fór fram kynningar á þeim breytingum sem þyrfti að gera á aðalskipulagi sveitarfélagsins ef af verkefninu verður auk þess sem fulltrúi Mannvits fór yfir fyrirliggjandi feril umhverfismats.


Fundurinn var vel sóttur af íbúum en liðlega 130 manns nýttu tækifærið til að spyrja fulltrúa út í verkefnið og sköpuðust líflegar umræður.


Á heimasíðu sveitarfélagsins er nú hægt að skoða þau erindi sem haldin voru á fundinum. Markmiðið er að safna saman þar inni upplýsingum um verkefnið eins og því vindur fram.