Íbúafundur vegður haldinn í Menningarhúsinu Bergi, Dalvík, þriðjudaginn 28. mars kl. 19:30. Til fundarins er boðað til að kynna deiliskipulagstillögur sem eru í vinnslu hjá sveitarfélaginu. Fundarstjóri verður Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.
Dagskrá fundarins:
Kynning á deiliskipulögum samkvæmt gr.40 skipulagslaga nr.123 frá 2010
- Deiliskipulag þjóðvegarins gegnum Dalvík, fulltrúar frá Eflu verkfræðistofu og Vegagerðinni kynna stöðu verkefnisins.
- Deiliskipulag við Svarfaðarbraut, Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi kynnir verkefnið.
Fyrirhuguð skipulög - staða.
- Deiliskipulag við Dalbæ, Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi kynnir verkefnið.
- Deiliskipulag á Árskógssandi,
- Deiliskipulag ofan Böggvisbrautar
- Deiliskipulag sunnan Dalvíkur.
- Aðalskipulag 2025-2045
Boðið verður uppá súpu og brauð.