Íbúafundur

Skipulagssvæðið
Skipulagssvæðið

Nú er vinna við deiliskipulag fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli að hefjast. Leitað er til ykkar, bæjarbúa, eftir hugmyndum, sjónarmiðum og ábendingum um nýtingu svæðisins.

Haldinn verður vinnufundur föstudaginn 14. desember n.k. í Bergi kl. 16:15 og óskum við eftir ykkar þátttöku.

Hvetjum við ykkur til að lesa skipulagslýsingu sem nú er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalvikurbyggd.is, Fólkvangur í Böggvisstaðafjalli Þar eru dregnar fram forsendur fyrir frekari vinnu og lýsing á því hvernig skipulagsvinnunni verður háttað. Aftast í lýsingunni eru hugmyndablöð sem geta nýst á íbúafundinum.

Skipulagslýsingin verður aðgengileg frá 7.-17. desember 2018. Á þeim tíma gefst einnig kostur á að senda inn hugmyndir, ábendingar og athugasemdir til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is eða á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Skipulagslýsing -  sjá með því að smella hér.