Nú á dögunum barst okkur blaðagrein frá gesti sem staddur var hér á Fiskidaginn mikla síðastliðið ár. Blaðagreinin, sem hann skrifaði um ferð sína hingað, er á dönsku þar sem gesturinn er búsettur þar. Í greininni segir hann frá því að hann hafi komið hingað til þess að vera viðstaddur Fiskidaginn mikla á Dalvík en bærinn sjálfur er að hans mati er einn af ,,smukkeste byen der findes pa Island". Hann rekur síðan í greininni það sem fyrir augu ber á föstudegi og laugardegi og er augljóslega mjög hrifinn af því sem hann verður vitni af og upplifir sjálfur. Að vera góður við aðra og gera þeim gott er að hans mati yfirskrift þessara dvalar og telur hann þessa framkvæmd alla vera gott dæmi um það sem hægt er að gera þegar allir leggjast á eitt og notar slagorð O'Bama forseta Bandaríkjanna "Yes we can" (Við getum það) til að lýsa því. Hann endar svo greinina á því að segja ,,I Dalvik bor dejlige mennesker". Undir bréfið ritar Hermóður Alferðsson en myndina sendi hann einnig.
Greinin er mjög skemmtilega skrifuð og því hvetjum við alla til að lesa hana en það er hægt að gera með því að smella á þennan tengil I Dalvik bor dejlige mennesker