Í dag var undirritaður Hvatningarsamningur við Bruggsmiðjuna ehf. í Ráðhúsinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Agnesi Önnu Sigurðardóttir, eiganda Bruggsmiðjunnar eh. og Valdimar Bragason bæjarstjóra handsala samninginn. Við hlið Agnesar stendur sonur hennar Þorsteinn Hallgrímson.
Hvatningarsamningurinn fylgir í kjölfar reglna um stuðning við fyrirtæki og frumkvöðla hér í Dalvíkurbyggð og er hugsaður sem tímabundinn stuðningur við þá frumkvöðla og fyrirtæki sem hefja hér starfssemi og/eða stuðla að nýsköpun og atvinnutækifærum sem sakapa fjölbreytni í atvinnulífi innan sveitarfélagsins. Bæjarráð auglýsir eftir umsóknum um styrkinn í september ár hvert. Reglurnar má nálgast hér.