Hvalskjálki

Hvalskjálki

Í vikunni fréttum við af kjálkabeini af hvali sem er niður við höfn hér á Dalvík. Jackson fór með nokkur börn í gönguferð að kíkja á gripinn. Þeim fannst þetta mjög spennandi en lyktin fannst þeim þó ekki eins góð og höfðu einhver börn orð á því að þeim hefði orðið illt í maganum af lyktinni.