Húsvarsla við grunnskóla Dalvíkurbyggðar.

Húsvarsla við grunnskóla Dalvíkurbyggðar.

Dalvíkurskóli auglýsir eftir húsverði í 100% starf. Vinnutími er frá kl. 7:30 – 15:30. Næsti yfirmaður er skólastjóri og aðsetur starfsins er í Dalvíkurskóla. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Hefur umsjón og eftirlit með skólahúsnæði Árskógar- og Dalvíkurskóla, félagsheimilinu í Árskógi og skólalóðum, innanstokksmunum og tækjum.
  • Sér til þess að viðhaldi sé sinnt á húsnæði og innanstokksmunum í samráði við Eigna- og framkvæmdadeild (EF).
  • Annast og hefur eftirlit með viðhaldi.
  • Sinnir öryggismálum er varða húsnæði, lóðir, tæki, nemendur og starfsmenn.
  • Skipuleggur ræstingar.
  • Sér um opnun Dalvíkurskóla og tryggir lokun húsnæðisins.
  • Fer reglulega í eftirlits- og vinnuferðir í Árskógarskóla og félagsheimilið í Árskógi.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Reynsla og þekking á sambærilegum störfum er kostur.
  • Geta sinnt lítilsháttar viðhaldi á tækjum og búnaði húsnæðis.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 8. nóvember 2024.

Sótt er um í gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda í starfið og ferilskrá.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans https://www.dalvikurbyggd.is/dalvikurskoli

Frekari upplýsingar veita Friðrik Arnarson, skólastjóri í síma 460 4983 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is.

Dalvíkurskóli er 234 barna grunnskóli sem leggur áherslu teymiskennslu og góð samskipti. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni – virðing og vellíðan. Skólinn vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun í stuðningskennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskólar og leggur ríka áherslu á notkun snjalltækja í kennslu.