Húsaleigubætur fyrir árið 2016

Leigendur íbúðarhúsnæðis athugið!


Frestur til að sækja um húsaleigubætur fyrir árið 2016 er til 16. janúar. Umsókn skal fylgja þinglýstur húsaleigusamningur, síðasta skattaskýrsla og þrír síðustu launaseðlar allra íbúa húsnæðisins eldri en 18 ára. Þá skulu nemar skila vottorði um skólavist.


Athygli er vakin á að leigjendur skulu eiga lögheimili í leiguhúsnæðinu. Undantekning frá því eru nemendur sem dvelja á nemenda- og stúdentagörðum og skila fullgildu skólavottorði.
Sækja má um á íbúagátt „mín Dalvíkurbyggð“ á dalvikurbyggd.is. 16-17 ára umsækendur sem ekki hafa aðgang að íbúagáttinni geta nálgast eyðublað til útprentunar hér.