Vallholt (1920) Skíðabraut 5 (landnúmer: 151689 / fastanúmer: 215-5178)
(Saga Dalvíkur III bindi, bl. 289)
(l: 7,6 – b: 6,3 – h: 8,0). Einnar hæðar íbúðarhús á steinsteyptum kjallara með porti og risi. Kjallari, þrjú herbergi og gangur m/ uppgöngu á aðalhæð. Þar fjögur herbergi og forstofa m/ uppgöngu á loft. Þar sex herbergi. Geymsla á hanabitalofti (1932).
Fjós, hlaða, mykjuhús (l: 11,0 – b: 3,7 – h: 2,5). Steinsteypt m/ járnþaki.
(Fasteignarmat 1931)
Lóð 1,3 ha. Girt með vírneti, gaddavír og timbri, leigulóð. Íbúðarhús 7,5 x 6,25 m vegghæð frá kjallara 3,10 m, rishæð 2,5m steyptur kjallari, timburhús , útveggir pappaklæddir og járn á þaki, gólf og loft úr timbri. Húsið er í meðallagi vandað, hirðing og viðhald í meðallagi, rakalaust og hlýtt. Einn steyptur reykháfur.
Útihús eru fjós 3,13 x 3,44 m. Haughús 3,44 x 1,88 x 2 m af steinsteypu með járnþaki.
(Skrá yfir hús og bæi á Dalvík 2. júní 1934. úr skýrslu Jarðskjálftanefndar)
”Portbyggt tréhús á steyptum kjallara”. Miklar skemmdir – miklar viðgerðir – húsið talið óbyggilegt. Þarf að sperra við norðurgafl og kjallara. Íbúar 7. Húsráðendur; Gunnlaugur Sigfússon og Sigríður Sigurðardóttir.
(Gjörðarbók byggingarnefndar. F. 19. júlí 1949:)
Erindi frá Benedikt Jónssyni Vallholti þar sem hann óskar eftir leyfi til að byggja verkstæði á lóð sinni við Vallholt (bak við íbúðarhúsið). Uppdráttur fylgir. Byggingin verði úr timbri múrhúðuð með bárujárnsþaki. Byggingarnefnd samþykkti að leyfa þetta og fól byggingarfulltrúa að staðsetja það nánar.
Stutt lýsing húss.
Gunnlaugur Sigfússon og kona hans Sigríður Sigurðardóttir bjuggu á hluta Syðra-Holts 1917 til 1920 en fluttu þá til Dalvíkur. Gunnlaugur var útlærður trésmiður og stundaði mest húsasmíðar um ævina. Hann byggði sér hús á Dalvík 1920, sem hann nefndi Vallholt. Einnar hæðar íbúðarhús á steinsteyptum kjallara með porti og risi. Jóhann G Sigurðsson frá Helgafelli nam skósmíðar á Akureyri vetrartíma eftir 1920 og hugðist gera að lífsstarfi sínu, fékk aðstöðu í húsi Gunnlaugs í Vallholti, svo þar var líklega rekið fyrsta skóverkstæði á Dalvík. Gunnlaugur og Sigríður bjuggu í Vallholti til 1941 en fluttu þá til Reykjavíkur. Í dag er húsið fallega uppgert og mikil bæjarprýði. Eigendur þess eru afkomendur Gunnlaugs og Sigríðar.
Athugasemd um húsið.
Vallholt var í upphafi byggt af vanefnum og úr frekar rýrum efnivið. Húsið var forskalað einhvertímann snemma á ferlinum, og var mjög illa farið þegar hafist var handa við endurbætur. Húsið var gert upp frá grunni 2005 til 2008. Reynt var að nýta það sem hægt var að nýta úr grindinni, gólfi og lofti en húsið er að mestu nýtt hús. Vallholt er notað sem frístundarhús frá 2008 og fram á daginn í dag.
Athugasemd um umhverfi húss.
Hellulagt bílaplan norðan við húsið, hlaðinn torfveggur framan við, verönd og af henni timburtröppur niður í garð austan húss. Sunnan við er sólpallur, girtur skjólvegg í kring. Stórt grenitré stendur sunnan við húsið .
Eigenda- og íbúaskrá
Tímabil |
Eigendur/íbúar |
Börn |
1920-1941 |
Gunnlaugur Sigfússon
Sigríður Sigurðardóttir
|
Njáll (1917)
Hulda (1918)
Sigfús Kristinn (1924)
Jón Magnús (1926)
Sigurður Gunnar (1930) |
1942- |
Hallgrímur Kristinsson (1906)
Guðrún Guðjónsdóttir (1895) |
|
1942 |
Sigríður Maríasdóttir |
Rannveig Rósinkarsd. (1928) |
|
Sigurjón Baldvinsson (1877)
Evlalý Baldvinsdóttir (1889) |
|
1944?- |
Þórður Jónsson (1869)
Rósa Kristjánsdóttir (1865) |
|
1949 |
Benedikt Jónsson
Jonna? Ásmundsdóttir |
Ásmunda (1942?)
|
1953-1962 |
Óli A. Jónsson |
Andrea (1942) |
1953?-1963 |
Bergþóra Guðlaugsdóttir |
Jóhanna (1949) |
1953?-1955 |
Gunnar Þorsteinsson |
|
1954-1955 |
Gunnlaugur Þorleifsson |
|
1957-1958 |
Björg Jónsdóttir |
|
1964-1974 |
Jóhanna S. Halldórsdóttir |
|
1964-1967 |
Sigríður M. Jónsdóttir |
Jón Emil Ágústsson (1954) |
1975-1966 |
Hallgrímur Hreinsson
Herdís Aðalheiður Geirsdóttir |
Ingunn Margrét (1973)
Einar Bjarki (1975) |
1977-1983 |
Jón Emil Ágústsson |
|
1977-1979 |
Aldís Silja Emilsdóttir |
|
1978-1979 |
Kristján Aðalsteinsson |
|
-1980 |
Hólmfríður Garðarsdóttir |
|
1979-1980 |
Ágúst Kars Gunnarsson
Hanna Rut Jóhannsdóttir |
Samúel Ívar (1974)
Stefán Arnar (1978) |
1980-1982 |
Magnús Rúnar Hafsteinsson
Sólborg Ester Ingimarsdóttir |
Ágúst (1980)
|
1983-1986 |
Steinar Agnarsson
Jónína Símonardóttir |
Símon Darri (1982)
|
1986-1988 |
Þórunn Kr. Sigurðardóttir |
Gunnar Árni Magnússon (1986) |
1987-1988 |
Þórir Magni Hauksson |
|
1987-1999 |
Ingvi Carles Ingvason
Helga Halldórsdóttir |
Halldóra (1981)
Kristín Heiða (1982) |
2001-2005 |
Enginn í húsinu |
|
2005 |
Dalvíkurbyggð |
|
2005 |
Arnór Þórir Sigfússon
Sigríður Elín Sigfúsdóttir
Gunnlaugur Sigfússon |
|