Hugmyndaþing í Safnaðarheimilinu í dag

Hugmyndaþing verður haldið mánudaginn 18. maí kl. 17:00 í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Hugmyndaþingið er fyrir alla sem hafa áhuga á nýsköpun og atvinnuppbyggingu auk þess að vera fyrir þá sem hafa hugmyndir eða vilja opna huga sinn til að fá hugmyndir. Efni þingsins er æði fjölbreytt en þar verður fjallað um: Frá hugmynd að skapandi fyrirtæki. Hvernig á að koma hugmynd á framfæri? Við hverja á að tala?  Hvar á að fá fjármögnun?

Dagskrá:
Freyr Antonsson opnar hugmyndaþingið kl. 17:00.
Framsögu munu m.a. flytja.
Agnes Sigurðardóttir frá Bruggsmiðjunni á Árskógssandi.
Guðmundur St. Jónsson frá Norðurströnd á Dalvík.
Sigurður Steingrímsson frá Impru á Akureyri.

Pallborð í lok framsögu þar sem spurningum og hugleiðingum úr sal
verður gefinn laus taumur.

Spurningum sem reynt verður að svara á fundinum:

  • Hvernig vaknar hugmynd og hvernig verður hún að veruleika?
  • Eru fyrirtæki opin fyrir því að framleiða fyrir aðra þó þeir séu í
  • samkeppni?
  • Skiptir samvinna aðila í samkeppni máli?
  • Hvernig er ferlið frá hugmynd að skapandi fyrirtæki?
  • Hvað ætti samfélag eins og Dalvíkurbyggð að leggja áherslu á?
  • Er samvinna fyrirtækja í samkeppni að hinu góða?
  • Þarf að tileinka sér jákvæðni og trú til að ná árangri?