Hringtún 10 – Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis
Niðurstaða sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 18.mars sl. breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til lóðar nr. 10 við Hringtún og felur í sér að skilmálum fyrir lóðina er breytt á þann veg að heimilt verður að reisa á henni parhús á einni hæð í stað einbýlishúss á einni hæð áður. Þá er byggingarreitur stækkaður um 1 m til norðurs en byggingarmagn helst óbreytt.
Deiliskipulagsuppdrátt má sjá hér
Tillagan var grenndarkynnt frá 27.janúar til 26.febrúar 2025. Ein athugasemd barst og leiddi hún ekki til breytinga á tillögunni.
Deiliskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun og tekur hún gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þau sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta sent fyrirspurn á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is
24.mars 2025
Skipulagsfulltrúi