25. júní 2008
Hjörleifur Hjartarson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri við Náttúrufræðasetur að Húsabakka í Svarfaðardal. Hann er ráðinn til eins árs, frá 1. ágúst, og er staðan kostuð af styrk sem fékkst vegna mótvægisaðgerða á sviði ferðaþjónustu.
Verkefni Hjörleifs eru fjölbreytt en m.a. verður stofnuð sjálfseignarstofnun um setrið með þátttöku velunnara og áhugafólks.
Ráðgert er að Náttúrufræðasetrið verði bakhjarl náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Svarfaðardal, að þar verði aðstaða til fræðastarfa, íbúð sem verði til leigu fyrir náttúruvísindafólk og/eða listamenn og að komið verði á fót náttúruskóla þar sem hægt verði að bjóða skólum uppá heimsóknir og fræðslu á sviði náttúru- og umhverfismála.
Ljóst er að mikið og spennandi uppbyggingar starf er fyrir höndum að Húsabakka.