Hey, ég er með frábæra hugmynd, eigum við að vinna saman?
Fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningaráðs
Samvinna og samstarf fyrirtækja
Fimmtudaginn 5. nóvember næstkomandi í Bergi menningarhúsi frá kl. 13:00-16:00.
Ertu með hugmynd að verkefni en vantar samtarfsaðila? Langar þig að taka þátt í umræðum um samvinnu og samstarf fyrirtækja? Hefurðu áhuga á því að hitta aðra sem eru í sömu hugleiðingum? Eða langar þig bara að kynna þér um hvað er verið að tala? Þá er fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs rétti vettvangurinn fyrir þig.
Farið verður yfir möguleika í samvinnu og samstarfi fyrirtækja undir hugmyndafræði um klasavinnu. Allir sem hafa áhuga á að ræða sínar hugmyndir, vilja koma nýjum verkefnum á koppinn eða eru einfaldlega forvitnir um málefnið ættu ekki að láta sig vanta.
Athugið að allir eiga erindi því með samstarfi er ekki bara að tala um samstarf fyrirtækja í sömu atvinnugrein heldur líka á milli ólíkra atvinnugreina, fyrirtækja og einstaklinga.
Dagskrá:
13:00 Freyr Antonsson, formaður atvinnumála- og kynningarráðs, setur þingið.
13:05 Hannes Ottósson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Almenn umræða um samvinnu og samstarf fyrirtækja undir hugmyndafræði um klasa og klasavinnu.
14:00 Verkefnavinna þátttakenda
Þátttakendur vinna saman í hópum að eigin verkefni eða tilbúnu verkefni undir handleiðslu Hannesar.
Þeir sem eru með hugmyndir geta unnið að þeim hérna. Þeir sem eru ekki með hugmyndir fá tilbúin verkefni til að æfa sig á.
14:30 Sagt frá klasaverkefni úr Dalvíkurbyggð
15:00 Kaffipása
15:15 Verkefnavinna þáttakenda
Framhald á verkefnavinnu. Þátttakendur vinna saman í hópum að eigin verkefni eða tilbúnu verkefni undir handleiðslu Hannesar. Þeir sem eru með hugmyndir geta unnið að þeim hérna.
Þeir sem eru ekki með hugmyndir fá tilbúin verkefni til að æfa sig á.
15:45 Freyr Antonsson, formaður atvinnumála- og kynningarráðs, tekur saman helstu punkta og niðurstöður þingsins.
Þeir sem hafa ákveðnar hugmyndir að samstarfsverkefnum geta sent þær fyrirfram á netfangið margretv@dalvikurbyggd.is og þá verður reynt að vinna með þær á þinginu.