Þann 6. júlí sl. var Héraðsskjalasafninu færð höfðingleg gjöf frá Hirti Ármanni Eiríkssyni. Þetta voru 3 bækur veglegar mjög sem innihalda Fjallkonuna, blað sem gefið var út hálfsmánaðarlega í Reykjavík árg. 1884 - 1899; Nýju öldina árg. 1897 - 1898; Bjarka árg. 1896 - 1897 og Landnemann - frjettir frá Canada og Íslendingum þar - árg. 1891 - 1894.
Meira um bækurnar má finna á heimasíðu bóka-og héraðsskjalasafns, www.dalvik.is/bokasafn. Við hvetjum einnig alla til að skoða myndir héraðsskjalasafnsins en á safninu má finna myndir af óþekktu fólki og vinnur safnið nú að upplýsingaöflun um fólkið á myndunum.