Nú iðar allt af lífi, sumarið er í hámarki, og veðrið eins og best verður á kosið. Það er alltaf heilmikið um að vera í Dalvíkurbyggð og ýmisleg afþreying í boði svo sem dýragarður, lasartag og litabolti, hvalaskoðun og sjóstöng og hestaferðir sjá nánar á www.trave.2dalvik.com
Á laugardaginn verður opið unglingamót í golfi á Arnarholtsvelli en það er golfklúbburinn Hamar sem stendur fyrir því.
Á sunnudaginn er Íslenski safnadagurinn og verður frítt inn á Byggðasafnið Hvol fyrir fjölskyldur í tilefni af því. Þar er skemmtilegar sýningar sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir fjölskyldur og því um að gera að láta sjá sig. www.dalvik.is/byggdasafn