Hausthátíð í skógarreitnum neðan við Brekkusel

Hausthátíð í skógarreitnum neðan við Brekkusel

Laugardaginn 21. september frá kl. 14-17 verður opinn dagur í skógarreitnum neðan við Brekkusel.
Reitnum verður gefið nafn og veitt verða verðlaun fyrir bestu tillöguna.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur.
Þá verður kynning á reitnum og farin skoðunarferð um hann.


Einnig verður nýjasta útivistarsvæðið, sunnan við reitinn skoðað og sagt frá þeim framkvæmdum sem þar hafa átt sér stað og þeim hugmyndum sem hugsaðar eru fyrir þetta svæði. Gróðursetningar og framkvæmdir við þetta nýja svæði eru kostaðar af Sveini Ólafssyni frá Syðra-Holti.


Allir íbúar og aðrir gestir hjartanlega velkomnir.

Jón Arnar Sverrisson.
Garðyrkjustjóri Dalvíkurbyggðar.