Þjóðhátíðardagur okkar íslendinga verður haldinn hátíðlega hér í Dalvíkurbyggð og hefst dagskrá 17. júní formlega klukkan 08:00 þegar fánar verðar dregnir að húni.
Ýmislegt verður um að vera hér í Dalvíkurbyggð og má sjá nánari dagskrá með því að smella hér. Meðal þess sem er á dagskrá er andlitsmálning fyrir yngstu kynslóðina, skrúðganga, hátíðarstund í Dalvíkurkirkju, fríar bátsferðir í Árgerði, opið á Byggðasafninu og verður loks slegið upp sundlaugarpartíi ásamt tilheyrandi fjöri í Sundlaug Dalvíkur.
Eins og áður sagði verður Byggðasafnið Hvoll opið, sem og nokkrir erlendir íbúar munu bjóða í kaffi að Skeiði í Svarfaðardal frá klukkan 16:00-18:00 þar sem hægt verður að kynnast landi þeirra og menningu betur frá klukkan.
Íbúar Dalvíkurbyggðar sem og aðrir eru hvattir til að mæta á viðburði dagskrár 17. júní þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.