Hástökkvarar Íslandsmótsins í hestaíþróttum

Hástökkvarar Íslandsmótsins í hestaíþróttum

Það er óhætt að segja að þeir Stefán Friðgerisson hmf. Hring og Dagur frá Strandarhöfða hafi verið hástökkvarar Íslandsmótsins í hestaíþróttum sem fram fór á Sörlastöðum síðastliðna helgi. En þeir félagarnir gerðu sér lítið fyrir og hömpuðu 2 sæti í fimmgangi eftir að hafa verið í 11 sæti eftir forkeppni. Eftir forkeppnina voru þeir eins og áður sagði í 11. sæti, en einn keppnadi þurfti að velja milli hesta þar sem hann var með tvo í úrslitum og því færðust þeir Stefán og Dagur upp í B-úrslit. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þau og unnu sér því rétt á þátttöku í A-úrslitum. Eins og flestir sáu sem fylgdust með keppninni sem sjónvarpað var á RÚV, áttu þeir þetta fyllilega skilið enda glæsilegt og reynt par á keppnisvellinum þar á ferð.

www.hringurdalvik.net