Háskólastoðir er ný námsleið sem menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi til styttingar náms í framhaldsskóla til allt að 48 eininga.
Tilgangur með háskólastoðum er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu.
Námið er ætlað fólki á vinnumarkaði, eldra en 20 ára og með stutta formlega skólagöngu. Nemendur þurfa ekki að hafa lokið neinum einingum úr framhaldsskóla til að komast inn á Háskólastoðir.
Nemendur sem eru 25 ára og eldri og ljúka námi og hafa 3ja ára starfsreynslu geta sótt á Háskólabrú Keilis að námi loknu.
Námsþættir í náminu eru sjálfsefling, enska, íslenska, stærðfræði, tölvur og danska.
Námið er 600 kennslustundir og hefst 24. ágúst 2009 og lýkur í maí 2010. Kennt mán., miðv. og fim. frá kl: 16:00-19:00 og annan hvern laugardag í Námsverinu á Dalvík.
Skráning og nánari upplýsingar um námið er hjá SÍMEY í síma 460-5720, betty@simey.is eða á www.simey.is
Skráningu lýkur 15. júní 2009