Halla er vélfræðingur með sveinspróf í vélvirkjun ásamt því að hafa lokið tækniteiknun frá iðnskólanum.
Halla hefur starfað hjá HD ehf sem verkefnastjóri virkjana og veitna, þar á undan var hún starfandi vélfræðingur hjá veitum í 6 ár hjá Veitum sinnti hún eftirliti, viðhaldi, útköllum og öðrum tilfallandi verkefnum sem snúa að vélbúnaði, dælustöðvum, borholum og öðrum verkum tengdum vélvirkjun og veitukerfum.
Því má sjá að Halla hefur góða þekkingu og haldbæra reynslu af verkefnum sem falla að starfi veitustjóra.
Við bjóðum Höllu Dögg innilega velkomna og hlökkum til þess að fá hana til starfa hjá Dalvíkurbyggð.