Haldið upp á bíllausa daginn í Dalvíkurbyggð.

Haldið upp á bíllausa daginn í Dalvíkurbyggð.

Sunnudaginn 22.september s.l. var bíllausi dagurinn í Dalvíkurbyggð. Af því tilefni var skipulagt hjóla og göngufjör við Hjólavöllinn hjá Gamla skóla.
Björgunarsveitin Dalvík leiddi fólk svo Böggvisstaðahringinn á hjólunum og Slysavarnardeildin Dalvík grillaði svo pylsur ofan í gesti og gangandi. 
Virkilega gaman að sjá hversu mörg mættu og tóku þátt í þessum degi. Við þökkum Björgunarsveitinni og Slysavarnardeildinni fyrir aðstoðina og vonumst við til þess að þetta verðir a.m.k. árlegur viðburður í Dalvíkurbyggð.