Hafnarsvæði Dalvíkur - Auglýsing vegna deiliskipulagstillögu

Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi á hafnarsvæði Dalvíkur í Dalvíkurbyggð þar sem gert er ráð fyrir lóðum undir hafnar-, athafna-, verslunar- og þjónustusvæði.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Hafnarbraut og Gunnarsbraut í vestri, Sunnutúni í suðri, Sæbraut í norðri og sjávarborði í austri. Skipulagssvæðið er um 14.5 ha að flatarmáli og er skilgreint sem hafnar-, athafna-, verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Markmið með deiliskipulaginu er í megin atriðum tvíþætt: Annars vegar skipulagsgerð í tengslum við nýja ferjuhöfn fyrir Grímseyjarferjuna, ásamt þeim breytingum á vegtengingum og hafnarmannvirkjum sem af því leiða. Hins vegar að tengja saman eldri skipulagsáætlanir í eina, ásamt því að gera ýmsar nauðsynlegar skipulagsbreytingar til þess koma til móts við nútíma kröfur og þarfir á svæðinu.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í Ráðhúsinu á Dalvík frá og með 28. apríl 2010 og til og með 9. júní 2010.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna. Athugasemdafrestur er til 9. júní 2010. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila inn á bæjarskrifstofur Dalvíkur¬byggðar, Ráðhúsinu á Dalvík. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekinn frest, telst samþykkur henni.

Byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð