Eins og sagt var frá á www.dalvik.is í gær var dregið um ný götuheiti á Dalvík í sundlauginni en það var gert nú í annað skipti í tilefni Fiskidagsins mikla sem haldinn verður um aðra helgina í ágúst. Til að mynda verður Hafnarbraut að Hafmeyjubraut og Gunnarsbraut verður Silungabraut. Götunar verða merktar nýjum nöfnum 8. ágúst n.k.
Miðtún = Rauðmagatún
Hringtún = Hákarlstún
Steintún = Keilutún
Skógarhólar = Síldarhólar
Lynghólar = Þorskhólar
Reynihólar = Steinbítshólar
Böggvisbraut = Grálsleppubraut
Dalbraut = Urriðabraut
Sunnubraut = Bláskeljabraut
Mímisvegur = Hámerarvegur
Hjarðarslóð = Makrílsslóð
Ásvegur = Grálúðuvegur
Hólavegur = Risarækjuvegur
Lækjarstígur = Gulllaxstígur
Karlsrauðatorg = Hlýratorg
Lokastígur = Marhnútastígur
Brimnesbraut = Túnfisksbraut
Bárugata = Tindabykkjugata
Ægisgata = Loðnugata
Drafnarbraut = Karfabraut
Öldugata = Kolkrabbagata
Kirkjuvegur = Kolskeggsvegur
Karlsbraut = Smokkfisksbraut
Gunnarsbraut = Silungabraut
Ránarbraut = Ýsubraut
Svarfaðarbraut = Blálöngubraut
Stórhólsvegur = Skrápflúruvegur
Smáravegur = Sandhverfuvegur
Goðabraut = Skötuselsbraut
Bjarkarbraut = Ufsabraut
Hafnarbraut = Hafmeyjubraut
Sunnutún = Bleikjutún
Sognstún = Laxatún
Skíðabraut = Bjúgtannabraut
Grundargata = Lúðugata
Mýraragata = Rækjugata
Flæðavegur = Kolavegur