Hafliðahátíð á Akureyri
Dagana 12. og 13. mars verður dagskrá í Tónlistarskólanum á Akureyri tileinkuð tónskáldinu Hafliða Hallgrímssyni. Á laugardeginum verður "masterklass" fyrir píanónemendur. Á sunnudeginum verður kynning á tónskáldinu og hljóðfæraleikaranum Hafliða Hallgrímssyni og dagskránni lýkur með tónleikum á sal tónlistarskólans kl. 16:00. Þar koma fram píanó- og fiðlunemendur frá Tónlistarskólunum á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Kópavogi og Listaháskóla Íslands og leika tónlist eftir Hafliða. Tveir nemendur frá Tónlistarskóla Dalvíkur taka þátt í þessari hátíð en þau eru Svavar Þór Magnússon og Þorgerður J. Sveinbjarnardóttir.
Tónlistarskóli Dalvíkur