Námskeiðshópurinn frá Hólaskóla sem dvaldi á Húsabakka í vikunni var ekki skipaður neinum aukvisum. Hér voru á ferðinni 20 ofvirkjar víðs vegar að af landinu, flestir í fjarnámi í landvörslu á ferðamálabraut Hólaskóla ásamt því að vera í fullri vinnu heima hjá sér. Var hópnum skipt upp í smærri hópa sem fengu að spreyta sig á ýmsum verkefnum s.s. að smíða brýr, leggja stíga og ræsa fram bleytu. Máttu kennararnir hafa sig alla við að finna ný og ný verkefni en þegar þeim sleppti dunduðu menn sér við að rífa upp gamlar jarðgrónar girðingar og þar sem enginn var naglbíturinn var þeim rúllað upp í heilu lagi með neti, gaddavír, og staurum. Náttúrusetrið á Húsabakka getur ekki annað en þekkað þessu góða fólki hjálpina við að bæta og fegra aðgengið að Friðlandi Svarfdæla.
Mannskapurinn lét einkar vel af sér á Húsabkka og þá ekki síst af matnum sem Bogga á Krossum skar ekki við nögl. Til gamans látum við fylgja hér hlekk yfir á fésbókarsíðu Chas leiðbeinanda frá Umhverfisstofnun en hann hefur með höndum sjálfboðaliðastarf við stígagerð og kemur væntanlega aftur síðar í sumar með nokkra öfluga sjálfboðaliða