Að undanförnu hafa staðið yfir fornleifarannsóknir á fornum görðum í Svarfaðardal og Árskógsströnd. Náttúrusetrið á Húsabakka fékk í vor í samstarfi við Elínu Ósk Hreiðarsdóttur fornleifafræðing styrk úr fornleifasjóði til þessa verkefnis en alls veitti sjóðurinn 13 styrki til fornleifarannsókna í ár. Elín og Gavin Lucas hafa undanfarna viku grafið í garða í miklum móð á Tungufelli, Sökku, Steindyrum, Hamri og á Stóru-Hámundarstöðum og má hvarvetna glögglega sjá ummerki eftir gamlar hleðslur. Með öskulagagreiningu má svo fá nokkuð nákvæma aldursgreiningu en við fyrstu sýn virðastf garðarnir flestir vera ævafornir, jafnvel allt frá landnámsöld að sögn Elínar
|
Elín komin niður á fornan garð á Tungufelli. Í sniðinu sjást greinileg merki um forna vegghleðslu. |