Gönguvikur í Dalvíkurbyggð

Gönguvikur í Dalvíkurbyggð

Gönguvika í Dalvíkurbyggð verður nú haldin í annað sinn frá 26. júní til 5. júlí en hugmyndina má rekja til Kristjáns Eldjárns Hjartarsonar á Tjörn sem sér um leiðsögn í ár ásamt Önnu Dóru Hermannsdóttur frá Klængshóli.


Í gönguvikunni verða farnar tvær göngur á dag og miðað við að önnur sé fyrir vana göngugarpa en hin öllu léttari. Meðal fjölmargra gangna má nefna að genginn verður gamli Múlavegur að nóttu til og farið í grasa- og lækningajurtagöngu frá Klængshóli í Skíðadal þar sem gengið er um land sem hefur lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni. Steinboginn og Gljúfrárjökull verða skoðaðir ásamt fjölmörgum toppum fjalla með útsýni um víðan völl. Haldnar verða kvöldvökur bæði í Stekkjarhúsi þar sem gert verður útá gangnamannastemningu og á Hauganesi þar sem verður bryggjuhátíð.


Önnur gönguvika verður svo dagana 28. ágúst til 3. september.

Nánari upplýsingar eru á www.dalvik.is/gonguvika


Meðfylgjandi mynd var tekin í gönguferð upp að Steinboganum í Skíðadal á sl. sumri.