Á morgun, föstudaginn 24. júní, byrjar gönguvika í Dalvíkurbyggð 2011 með kynningu í Bergi kl. 20:30 og síðan göngu um Ólafsfjarðarmúla kl. 23:00. Vegna snjóalaga í fjöllum er áhugasömu göngufólki bent á að vera vel búið. Einnig verður smá breyting á göngu morgundagsins, Gamla Múlaveginum, en vegna skemmda í veginum upp á Plan verður þessi gönguleið gengin frá Ólafsfirði, plani rétt við gangnamunna Ólafsfjarðargangna.
Ýmsar spennandi göngur eru í boði að þessu sinni og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Gönguvikunnar www.dalvikurbyggd.is/gonguvika
Í tilefni göngvikunnar, 24. júni til 3. júlí 2011 fæst svefnpokapláss á Skeiði fyrir 1800,- kr, uppb. rúm á 3500,- kr. Þátttakendur í Gönguvikunni borga bara 1.000,- kr fyrir svefnpokapláss eða 2.800,- kr fyrir uppb. rúm. Dalakveðja frá Skeiði í Svarfaðardal - www.thule-tours.com - 466 1636/ 866 7036