Björgvin Björgvinsson frá Dalvík varð í 10. sæti í Evrópubikarkeppni í svigi sem lauk í skíðahöllinni í Landgraaf í Hollandi núna 6 nóvember síðastliðinn. Að sögn Guðmundar Jakobssonar sem fylgdist með keppninni er þetta eitt besta start hjá Björgvini.
Björgvin fór brautina á 23,08 sekúndum og var 6/10 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum, Hans Olsson frá Svíþjóð, sem fékk tímann 22,48 sekúndur. Christoph Immerhofer frá Ítalíu varð annar á 22,65 og Patrick Bechter frá Austurríki þriðji á 22,68 sekúndum.
Björgvin varð í 23. sæti samanlagt á FIS-mótunum tveimur í Landgraaf í morgun en 30 efstu keppendur á þeim komust á Evrópubikarmótið.
Frétt fengin af www.skidalvik.is