Glæsilegur árangur Önnu Kristínar Friðriksdóttur
Anna Kristín Friðriksdóttir hestamannafélaginu Hring tók þátt í Youth Cup leikum sem fram fóru í Danmörku fyrr í mánuðinum. Fyrirkomulagið á leikunum er þannig að fyrstu dagana fá krakkarnir tækifæri til að kynnast lánshestum og taka þátt í skipulögðum æfingum á vegum liðstjóra þeirra landa sem taka þátt. Anna fékk lánshest hjá Hringsfélaganum Agnari Snorra Stefánssyni sem búsettur er í Danmörku, Djákna frá Votmúla.
Síðustu dagarnir fara svo í keppni, og má segja að mótið sé "heimsmeistaramót" unglinga því á mótinu taka aðeins þátt unglingar og ungmenni sem valin hafa verið til þátttöku fyrir sína þjóð. Anna Kristín stóð sig frábærlega og er árangur hennar eftirfarandi:
F2-Fimmgangur-2.sæti eftir forkeppni, 2.sæti í úrslitum
T7-Tölt-9.-10. sæti eftir forkeppni, 10.sæti í úrslitum
PP2-Gæðingaskeið-4.sæti
www.hringurdalvik.net