Gjöf til landsmanna - Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær.
Í tilefni af því að lýðveldið Ísland var stofnað þann 17. júní 1944 og fagnar því 80 árum í ár, gefur forsætisráðuneytið í samvinnu við forlagið út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær.
Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu hennar og tilurð sem þjóðartákns ásamt ávörpum sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu í formlegri hátíðardagskrá á Austurvelli allt frá árinu 1947. Ásamt þessum greinum eru í bókinni birt úrval þjóðhátíðarljóða og þýðingar á ensku og pólsku á formála forsætisráðherra og samantektum greinagerða um fjallkonuna.
Bókin er gjöf til allra landsmanna og hægt er að nálgast hana hér á Bókasafninu og í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík.