Gjöf frá Ittoqqortoormiit
10. desember 2004
Nú á dögunum fékk Dalvíkurbyggð pakka frá vinabæ sínum á Grænlandi, Ittoqqortoormiit. Í pakkanum voru þrjár gjafir, perlusaumuð mynd af grænlandi, merki Ittoqqortoormiit og hjartalaga poki úr skinni. Dalvíkurbyggð þakkar kærlega fyrir þessar fallegu gjafir. |
|
Fyrr í vetur sendi Dalvíkurbyggð Ittoqqortoormiit jólatré sem sett var upp á fyrsta í aðventu. Ferðaskrifstofan Nonni safnaði gjöfum handa krökkunum og var tréð sent út með þeim. Starfsmaður ferðaskrifstofunnar fór út og afhenti gjafirnar og tréð og tók myndir leiðinni. Hérna má sjá mynd af því þegar krakkarnir fá afhentar gjafirnar. Fyrr um daginn hafði verið kveikt á jólatrénu frá Dalvíkurbyggð og síðan farinn inní íþróttahús til að ganga í kringum jólatré og fá pakka. |
|