Nú erum við heldur betur heppin. Stjórn foreldrafélagsins kom með gjafir til okkar fyrir hönd allra foreldra Kátakotsbarna. Við fengum lítið trampólín sem við getum hoppað á innandyra, stækkunargler, kíkja og smásjá. Þetta er akkúrat það sem okkur vantar í vettvangsferðirnar okkar til að skoða fugla, pöddur, plöntur, o.fl. Hægt er að tengja smásjána við tölvu og þá geta fleiri séð í einu það sem verið er að skoða. Að sjálfsögðu erum við búin að prufa nýju græjurnar og líkaði okkur þær vel. Við færum foreldrum öllum bestu þakkir fyrir þessar frábæru gjafir.