Gáttir, vöruþróunarverkefni menningartengdar ferðaþjónustu

Skilgreining á verkefninu
Menningartengd ferðaþjónusta (cultural tourism) hefur vaxandi vægi á Íslandi. Fjölmörg verkefni í menningartengdri ferðaþjónustu hafa farið af stað víða um land og mörg skilað góðum árangri. Lykilatriðin í þeirri uppbyggingu eru einkum tvö:
Í fyrsta lagi að ein mikilvægasta auðlind hvers byggðarlags er sérstaða þess, það er hið einstaka framlag viðkomandi staðar til íslenskrar menningar í víðasta skilningi þess orðs.
Í öðru lagi að menningartengd ferðaþjónusta byggi á fagmennsku bæði á sviði menningar og sviði þjónustu.
Markmið verkefnis:
1. Að auka framboð á arðbærri vöru/þjónustu í menningartengdri ferðaþjónustu.
2. Að koma nýrri vöru/þjónustu á markað.
3. Að vinna að faglegum úrlausnum við þróun og gæði viðkomandi vöru/þjónustu.
4. Að verkefnin skili fyrirtækjunum það miklum ávinningi að kostnaðurinn við vöruþróunina skili sér til baka innan 2 - 3 ára frá því að sala hefst.
Menning:
Um land allt er með margvíslegu móti verið að vinna úr menningu og menningararfi þjóðarinnar í víðum skilningi. Allt frá atvinnuháttum til matarmenningar og sagnalistar, getur orðið efniviður menningartengdrar ferðaþjónustu. Sambúð manns og náttúru er jafnframt nýtt og vaxandi viðfangsefni í ferðaþjónustu, sérstaklega vegna þess hve náttúra Íslands hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk.
Verkefninu sem hér er kynnt er ætlað að hjálpa til við að greina betur sóknarfæri einstakra byggðarlaga með því með því að þróa betur leiðir til að vinna vörur fyrir ferðaþjónustu úr staðbundnum menningarverðmætum.. Bæði er horft til þess að efla þá starfsemi sem þegar er til staðar í héraði m.a. með aukinni samvinnu sem og að benda á aukin tækifæri sem liggja í hvers kyns úrvinnslu þekktra sem óþekktra heimilda.
Ferðaþjónusta:
Það er lykilatriði fyrir menningartengda ferðaþjónustu að sá sem stendur fyrir henni verði að vera meðvitaður um að hann sé að byggja upp ferðaþjónustu. Það er að viðkomandi skilgreini sig sem gestgjafa og miði sín markmið, áætlanir og gæði við rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar jafnframt því að uppbyggingin sé menningarleg. Ferðaþjónusta er því lykilorð. Þetta þýðir að til að um menningartengda ferðaþjónustu geti verið að ræða þarf einhver sala að fara fram og vara að vera til staðar.
4
Við þróun vöru og þjónustu er mikilvægt að setja verkefnið í samhengi við almenna uppbyggingu áfangastaða ferðafólks. Það er að hafa í huga hvort og þá hvernig grunnþjónusta er á staðnum, hvernig er aðgengið, hver er ímynd áfangastaðarins og markaðssetning. Með öðrum orðum, hvernig fellur fyrirhuguð nýbreytni að því sem fyrir er.
Þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu Þróunarverkefni þau sem hér um ræðir eru á sviði vöruþróunar í ferðaþjónustu; þeim er einkum ætlað að búa til nýja kosti sem haft geta áhrif á ferðatilhögun eða dvalarlengd ferðamanna en einnig að svara eftirspurn sem þegar er til staðar og hefur ekki hingað til verið sinnt. Horft til þess annars vegar að efla þá menningartengdu ferðaþjónustu sem fyrir hendi er og hins vegar að því að kynna ný sóknarfæri til frekari uppbyggingar í héraði.
Tilgangur verkefnisins er að efla ferðaþjónustu með því að vinna úr svæðisbundnum menningarverðmætum, bæði í einstökum héruðum og á landsvísu. Ennfremur að efla skilning og samstarf milli héraða og innan héraðs á því að þróa vöru og þjónustu byggða á menningu og menningararfi landsbyggðarinnar. Ferðaþjónustufyrirtæki eða hópar fyrirtækja, sem taka þátt fá aðstoð við stjórnun vöruþróunarverkefnis í menningartengdri ferðaþjónustu. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og þróun nýrrar vöru og/eða þjónustu.
Forsendur þess að verkefni geti talist þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu:
Aðdráttaraflið sem varan/þjónustan byggist á sé vel skilgreint og næg þekking á því til staðar.
Til að um menningartengda ferðaþjónustu geti verið að ræða þarf einhver sala að fara fram og vara að verða til sem afurð verkefnisins.
Markhópur vörunnar/þjónustunnar er ferðafólk; henni er ætlað að hafa í för með sér ferð, eða áhrif á ferðir ferðamanna.
Unnið sé eftir áætlunum að skilgreindum markmiðum að uppbyggingu gæðaferðaþjónustu.
Varan/þjónustan byggir á menningarlegri sérstöðu eða sérkennum viðkomandi staðar.
Æskilegt er að varan/þjónustan sé grundvölluð á klasasamstarfi þar sem fleiri en einn aðili komi að málum hvort sem um er að ræða innan héraðs eða á breiðari grunni.
Faglegar forsendur verkefna:
Æskilegt er að einhver eftirtalinna faglegra forsendna séu hluti af verkefninu. Vinsamlega ath. að hér er ekki um tæmandi lista að ræða:
Atvinnuhættir og atvinnusaga
Menningarlandslag
Þjóðhættir; þjóðsögur, siðir, hátíðir og þjóðtrú
Sagnaarfur okkar; Íslendingasögur
Sambúð manns og nátt&u