Þann 15. mars síðastliðinn afhenti Stefán Steinsson í Arnarhvoli kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls að gjöf fullbúið þjónustuhús sem ætlað er sem áhaldageymsla og aðstaða fyrir starfsmenn kirkjugarðanna. Húsið er um 40 fm að grunnfleti með um 30 fm millilofti. Við sama tilefni var afhentur glerkross á járnburðarvirki, en hann er gjöf frá Jóhannesi Hafsteinssyni þúsundþjalasmið og Sigríði Guðmundsdóttur og Birni Björnssyni í Stjörnunni. Gjöfin er mjög höfðingleg og vilja forsvarsmenn kirkjugarða Dalvíkurprestakalls koma á framfæri þakklæti fyrir sína hönd sem og íbúa Dalvíkurbyggðar.