Næstkomandi fimmtudagskvöld verður fræðslufundur á vegum Náttúrusetursins á Húsabakka. Þá heldur Arnór Sigfússon fuglafræðingur fyrirlestur í Rimum kl 21:00. Fyrirlesturinn fjallar um ástand gæsastofna á Íslandi og þær rannsóknir sem stundaðar eru á þeim. Það hefur ekki farið framhjá neinum í hvílíkri sókn grágæsin hefur verið hér um slóðir á síðustu árum en fleiri gæsategundir eru að sækja í sig veðrið. Arnór hefur stundað rannsóknir á gæsum til margra ára og kann svör við ýmsu um þeirra háttarlag. Hann er einnig fjölkunnungur um fuglalíf í Friðlandi Svarfdæla og fylgist grannt með því út um gluggann á Vallholti á Dalvík. Hann starfar nú hjá Verkís en var áður lengi starfsmaður veiðistjóra og síðar hjá Náttúrufræðistofnun.
|
Grágæsir við Svarfaðardalsá |