Fundur með viðskiptafulltrúa Íslands í París

Fundur með viðskiptafulltrúa Íslands í París


Umdæmislönd eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Andorra og San Marínó

Unnur Orradóttir Ramette, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í París verður á Íslandi vikuna 10.-17. desember n.k. til funda með íslenskum fyrirtækjum, auk þess að taka þátt í kynningu á íslensku sjávarfangi fyrir frönskum fjölmiðlamönnum.

Unnur verður til viðtals við fyrirtæki sem óska eftir aðstoð sendiráðsins vegna viðskipta í umdæmislöndum þess.  Auk Frakklands er umdæmi sendiráðsins Andorra, Ítalía, Portúgal, San Marínó og Spánn.

Kynning þjónustunnar fyrir fyrirtæki á Norðurlandi verður á Hótel KEA, Akureyri mánudaginn 13. desember kl. 9:00. Einnig er hægt að bóka einstaka fundi með Unni hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma  460 5700 eða á
netfangið afe@afe.is

Þau fyrirtæki sem stunda einhver viðskipti í þessum löndum ættu endilega að drífa sig á kynninguna inná Hótel KEA og athuga hvort að Unnur getur ekki aðstoðað.