Landsnet er að undirbúa framkvæmd vegna Dalvíkurlínu 2. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka afhendingaröryggi raforku á Dalvík og nágrenni.
Línan verður jarðstrengur milli Akureyrar og Dalvíkur. Línuleið hefur ekki verið ákvörðuð sem og aðrir framkvæmdaþættir. Frumskoðun er í gangi núna.
Fimmtudaginn 7. október verða fulltrúar Landsnets á ferð um svæðið að skoða aðstæður og taka ljósmyndir. Ekki verður farið inn á jarðir einkaaðila nema í samráði við þau.
Þegar frumskoðun er lengra komin verður haft samband við landeigendur á fyrirhugaðri línuleið. Það skiptir Landsnet miklu máli að vinna undirbúning í góðu samstarfi og samráði við hagaðila. Landsnet leggur mikla áherslu á að miðla upplýsingum til hagaðila.
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er bent á að hafa samband við verkefnastjóri verkefnisins Önnu Siggu Lúðvíksdóttur anna@landsnet.is / 697-7518