Að skera út fugla
- sem líta út eins og uppstoppaðir
Væntanlegur er til landsins þekktur fuglaútskurðarmaður frá Kanada, Einar Vigfússon. Einar er vestur-íslendingur og talar góða íslensku. Hann er þekktur í sínu heimalandi og þótt víða væri leitað fyrir list sína. Hann hefur einu sinni haldið námskeið hér á landi áður og var það í vor í Kópavogi.
Einar mun halda námskeið á vegum Námsver Dalvíkurbyggðar dagana 4.- 14. janúar 2007 ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er 35 klukkustundir og kostar 25.000 kr. Innifalið er efni í einn mófugl.
Á Vesturfarasafninu á Hofsósi má sjá fugla eftir Einar. Þeir sem vilja nýta sér þetta einstaka tækifæri er bent á að hafa samband við Þóru Rósu Geirsdóttur á netfangið hlidarbrekka@simnet.is eða í síma 862-4552.