Fuglaferðir í maí og júní

Fuglaferðir í maí og júní

Frá 20. maí til 20. júní verða farnar daglegar fuglaskoðunarferðir um Friðland Svarfdæla frá Húsabakka. Hjörleifur Hjartarson mun leiðsegja göngufólki  á íslensku og ensku og er hugmyndin að veita  innsýn í fuglalífið í Friðlandinu þegar fuglarnir fara hamförum af kæti yfir vorinu og ástinni. Væntanlega verða einnig einhver hreiður á leiðinni sem gaman er að skoða. Lagt verður upp frá Húsabakka kl. 14:00 dag hvern í ca. 1 1/2 tíma. Á eftir gefst göngufólki kostur á að skoða sýninguna Friðland fuglanna en aðgangur að henni er innifalinn í gjaldinu. Þeir sem vilja geta líka fengi sér kaffi sem selt er á staðnum. 

 
Álftir á Hrísatjörn

Verð:

Fullorðnir 2500

Börn 500

Ath aðgangseyrir að Friðlandi fuglanna er innifalinn.