Í dag er formlega tekin í notkun ný fráveitudælustöð á Dalvík sem fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru í reglugerð um um fráveitur og skólp. Þar með er mikilvægum áfanga náð og er Dalvík þar með komin í fremstu röð í fráveitumálum.
Dælustöðin hefur það hlutverk að dæla skólpi frá Dalvík um nýja skólplögn 420 metra í sjó fram og á 8 metra dýpi. Afköst stöðvarinnar eru 480 rúmmetrar á klukkustund.
Dælustöðin er búin tveimur dælum og gert er ráð fyrir þeim möguleika að bæta hinni þriðju við. Hún er þannig hönnuð að auðvelt er að koma fyrir grófhreinsun og hreinsibúnaði sem samsvarar 1. þreps hreinsun.
Frekari upplýsingar gefur Þorsteinn Björnsson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar, í síma 892 3892