Teikning af kjarnanum sem er nú vel á veg kominn
Starfsmenn óskast til starfa í skammtímavistun og íbúðarkjarna í Lokastíg fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfulla og drífandi þroskaþjálfa, uppeldismenntaða starfsmenn eða almenna starfsmenn til starfa í nýrri og glæsilegri skammtímavistun og íbúðarkjörnum í Lokastíg, um er að ræða 20-100% störf. Störfin eru laus frá og með 1. apríl 2020. Viðkomandi þarf að geta unnið dagvaktir, kvöldvaktir og næturvaktir. Samþykkt hefur verið að framlengja umsóknarfrestinn og er hann nú til og með 28. febrúar 2020. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Einstaklingsmiðuð persónuleg þjónusta við íbúa, sem miðar að því að leiðbeina og aðstoða einstaklinga við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg störf varðandi húshald eftir því sem þörf krefur.
- Hvatning og stuðningur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni, innan og utan heimilis
- Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa og notendur skammtímavistunar
- Jákvæð og uppbyggileg samskipti við þjónustunotendur, aðstandendur og samstarfsfólk
Hæfniskröfur:
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki mikill kostur
- Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur.
Umsjón með starfinu hefur Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi félagsmálasviðs, (tota@dalvikurbyggd.is ) og forstöðumaður skammtímavistunar og þjónustukjarna, Hildur Birna Jónsdóttir (hildurbj@dalvikurbyggd.is )
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir á fyrrgreind netföng. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Móttaka umsókna verður staðfest með tölvupósti. Valið verður úr hópi umsækjenda á grundvelli viðtala og/eða framlagðra gagna. Nöfn umsækjenda verða birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Við ráðningu er jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum. Vakin er athygli á að þörf er á fleiri körlum til starfa á verksviðinu. Laun skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.